x

Greifarnir / Blog

Greifarnir á SPOT 5 apríl

Nú hækkar sólin á lofti og yndislegur tími framundan. Já kæru vinir, sumarið er handan við hornið. Þá er eðlilegt að einn af vorboðunum "GREIFARNIR" láti hátt í sér heyra. Við verðum hressari en nokkru sinni áður á SPOT þann 5. april. Við LOFUM að það verður gaman :-))) Láttu sjá þig!

Spennandi tímar

Allt að gerast hjá okkur Greifum núna. Nýtt lag ÉG GLEYMDI AÐ SPYRJA nýkomið út og við á fullu að undirbúa Útihátíð á SPOT um verslunarmannahelgina fjórða árið í röð. Svo er stefnan að fara aftur í hljóðver í lok sumars og taka upp annað nýtt lag. Við munum reyna að leyfa þér að fylgjast eins vel með og við getum. Sjáumst fljótlega. Greifarnir